
Tónlist afrituð úr tölvu
Viltu hlusta á tónlist sem er vistuð á tölvu í símanum? Nokia Ovi Suite er hraðvirkasta
leiðin til að afrita tónlist í símann og hægt er að nota það til að stjórna tónlistarsafninu
þínu og samstilla það.
1 Notaðu samhæfa USB-snúru til að tengja símann við samhæfa tölvu. Gakktu úr
skugga um að samhæft minniskort sé í símanum.
2 Strjúktu niður frá tilkynningasvæðinu í símanum og veldu
USB-snúra
>
Nokia Ovi
Suite
.
3 Opnaðu Nokia Ovi Suite í tölvunni. Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu
útgáfuna af Nokia Ovi Suite. Frekari upplýsingar er að finna í hjálp Nokia Ovi Suite.
Hægt er að sækja nýjustu útgáfu Nokia Ovi Suite á www.nokia.com/software.
Sumar tónlistarskrár kunna að vera verndaðar með stafrænum réttindum og ekki er
hægt að spila þær í fleiri en einum síma.