
Settu Nokia Ovi Suite upp á tölvunni
Með forritinu Nokia Ovi Suite getur þú skipulagt efni í símanum þínum og samstillt
það við samhæfa tölvu. Þú getur líka uppfært nýjasta hugbúnaðinn í símanum þínum
og hlaðið niður kortum.
16
Settu Nokia Ovi Suite upp á tölvunni

Tenging við internetið kann að vera nauðsynleg. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld
fást hjá þjónustuveitunni.
Þú getur hlaðið niður nýjustu útgáfunni af Nokia Ovi Suite í tölvuna þína á
www.nokia.com/support.
Nýjasta útgáfan af Nokia Ovi Suite heitir Nokia Suite.
Frekari upplýsingar um Nokia Ovi Suite, ásamt upplýsingum um það í hvaða
stýrikerfum hægt er að nota Nokia Ovi Suite, er að finna á www.nokia.com/support.