
SIM-korti komið fyrir eða fjarlægt
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í
þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki
notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta
skemmst.
Ekki skal festa neina límmiða við SIM-kortið.
SIM-korti komið fyrir
1 Opnaðu lokið á minniskortsraufinni með því að ýta á það.
2 Dragðu út SIM-kortsfestinguna.
3 Gættu þess að snertiflöturinn snúi upp og settu SIM-kortið í festinguna.
4 Settu SIM-kortahölduna aftur í símann.
10
Síminn tekinn í notkun

SIM-kort fjarlægt
1 Opnaðu lokið á minniskortsraufinni með því að ýta á það.
2 Dragðu út SIM-kortsfestinguna.
3 Fjarlægðu SIM-kortið.