
Um rafhlöðuna
Í tækinu er innbyggð, föst, endurhlaðanleg rafhlaða með CTIA 1725-vottun. Notaðu
aðeins hleðslutæki sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu tæki. Einnig er
hægt að nota samhæfða USB-gagnasnúru til að hlaða tækið.
Ekki skal reyna að fjarlægja rafhlöðuna úr tækinu. Þegar skipta þarf um rafhlöðu skal
fara með tækið til næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er ekki til staðar. Hægt er að flytja
gögn meðan tækið er í hleðslu. Afkastageta USB-hleðsluorku er mjög mismunandi og
það getur liðið langur tími þar til hleðsla hefst og tækið verður nothæft.
Aðeins skal tengja tækið við vörur sem eru með USB-IF merki eða hafa lokið USB-IF
samhæfingarferlinu.
Einnig kann að vera boðið upp á rafhlöðuskipti á viðurkenndum sölustöðum.
Þegar tækið er orðið afllítið fer það á orkusparnaðarstillingu. Orkusparnaðarstillingin
er gerð óvirk með því að halda rofanum inni og velja
Óvirkja orkusparnað
. Ekki er víst
að hægt að breyta stillingum tiltekinna forrita þegar orkusparnarðarstillingin er virk.