
Rafhlaðan hlaðin um USB
Er lítil hleðsla á rafhlöðunni og þú ert ekki með hleðslutækið með þér? Hægt er að
nota samhæfa USB-snúru til að tengjast samhæfu tæki, svo sem tölvu.
Gættu þess að skemma ekki tengi hleðslutækisins þegar snúran er tengd eða aftengd.
Ef síminn er tengdur við tölvu er hægt að samstilla hann meðan á hleðslu stendur.
14
Síminn tekinn í notkun

Það getur tekið lengri tíma en ella að hefja hleðslu um USB og ekki er víst að það takist
ef tengt er um USB-fjöltengi sem ekki skal tengja við aflgjafa. Hleðsla símans tekur
styttri tíma ef hann er tengdur við innstungu.